Leiðréttingin kostar ÍLS 433 milljónir

Íbúðalánasjóður hagnaðist um 3,2 milljarða króna á árinu 2014 samanborið við 4,5 milljarða tap árið á undan. Eigið fé jókst á árinu en það nam 18,1 milljarði í árslok 2014 samanborið við 14,8 milljarða í árslok 2013.

Vegna hækkunar fasteignaverðs umfram verðlag og umtalsverðrar minnkunar vanskila heimila þá styrkist tryggingarleg staða lánasafns Íbúðalánasjóðs umtalsvert á árinu 2014. 

Í ársreikningi Íbúðalánasjóðs kemur fram að áætlað tap vegna leiðréttingarinnar svokölluðu nemi 433 milljónum króna. Í afkomutilkynningu segir að höfuðstólslækkunin skýri 433 milljóna króna hækkun sérgreindrar virðisrýrnunar lána til heimila vegna mismunar bókfærðs virðis lána og vænts söluvirðis þeirra. „Þetta er gert þrátt fyrir að í rammasamningi við stjórnvöld um úrræðið þá eigi lánastofnun hvorki að verða fyrir tjóni né ábata vegna úrræða stjórnvalda,“ segir í tilkynningunni.

Vanskil dregist saman

Í árslok námu útlán 728 milljörðum króna og lækkuðu um 40,4 milljarða á árinu. Lántaka sjóðsins nam 806 milljörðum og lækkaði um 41,5 milljarða á árinu. Heildareignir sjóðsins í lok árs námu 824 milljörðum króna.

Vanskil heimila hafa dregist saman frá fyrra ári sé litið til fjárhæðar vanskila og fjölda heimila í vanskilum. Þá voru 5,5% heimila með þrjá eða fleiri gjalddaga í vanskilum í árslok 2014 samanborið við 7,2% heimila í lok árs 2013 og 8,9% heimila í lok árs 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK