Sparisjóður semur við Landsbanka

Sparisjóður Vestmannaeyja er í vanda.
Sparisjóður Vestmannaeyja er í vanda. Jim Smart

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja (SV) á í viðræðum við Landsbankann um yfirtöku á sjóðnum. Viðræðurnar halda áfram á morgun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Fjármálaeftirlitið gaf stjórn SV frest til kl. 16.00 í dag til að koma með áætlun um hvernig styrkja mætti eiginfjárgrunn sparisjóðsins. Talsmenn SV mættu með þrjár tillögur.

Sú fyrsta gekk út á að bæta eiginfjárstöðu sjóðsins meðal annars með aðkomu erlends eignarhalds. Hún var ekki talin áreiðanleg og var því hafnað af Fjármálaeftirlitinu.
Þá var lögð fram tillaga um að ganga til samninga við Landsbankann um samruna og er nú unnið samkvæmt henni. Forsvarsmenn SV munu einnig hafa haft í handraðanum tillögu um viðræður við Arion banka, en hún var ekki borin undir Fjármálaeftirlitið, samkvæmt heimildum.

Fulltrúar Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans áttu eftir að ganga frá ýmsum atriðum samkomulags sín í milli og kemur í ljós á morgun hvað Fjármálaeftirlitið mun veita þeim langan frest til þess.

Landsbankinn mun hafa veitt sparisjóðnum frest til hádegis á morgun til að ganga frá málum. Stjórn sparisjóðsins mun nú freista þess að lengja frestinn til að ná niðurstöðu, samkvæmt heimildum.

Uppfært kl. 22.25

Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Fjármálaeftirlitið hefði hafnað tillögu Sparisjóðs Vestmannaeyja um viðræður við Arion banka og að tilboð hans hefði þótt lakara en tilboð Landsbankans. Hið rétta er að tillaga um viðræður við Arion banka var aldrei rædd og því ekki hafnað af Fjármálaeftirlitinu. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK