Vísitalan hækkar mikið milli mánaða

Vísitala neysluverðs hækkar um 1,02% frá febrúar.
Vísitala neysluverðs hækkar um 1,02% frá febrúar. Sverrir Vilhelmsson

Vísitala neysluverðs hækkar mikið milli mánaða eða um 1,02% frá febrúar. ASÍ bendir á að vísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið milli mánaða í tvö ár og er ársverðbólgan nú 1,6%. Verðbólgan er þó enn undir 2,5% verðbólgu markmiði Seðlabankans. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% en á ársgrundvelli samsvarar það 3,9% verðbólgu á ári líkt og kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar.  

Helstu skýringar á hækkun vísitölunnar eru að í marsmánuði koma fram áhrif útsöluloka og hækkar verð á fötum og skóm um 9,1% (0,39% vísitöluáhrif), kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hækkar um 1,6% (0,24% vísitöluáhrif), verð á bensíni og olíu um 5,8% (0,2% vísitöluáhrif) og flugfargjöld til útlanda um 8,% (0,11% vísitöluáhrif).

Bensínverð dregur úr verðbólgunni

Sé horft á þróun ólíkra liða vísitölunnar má sjá að helst hefur það verið umtalsverð lækkun á bensínverði sem dregið hefur úr verðbólgu síðustu misserin en einnig hefur gengisstöðugleiki og breyting á vörugjöldum haft áhrif í gegnum innfluttar vörur. Hins vegar hefur hækkandi húsnæðisverð og hækkun á opinberri þjónustu orðið til þess að auka verðbólgu síðustu misseri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK