Konum fjölgar í stjórnum breskra fyrirtækja

Fjármálahverfið í Lundúnum.
Fjármálahverfið í Lundúnum. AFP

Konum í stjórnum breskra fyrirtækja hefur fjölgað ört á undanförnum árum. Þær eru nú um 23,5% stjórnarmanna í fyrirtækjunum sem mynda bresku FTSE 100 hlutabréfavísitöluna, en hlutfallið var aðeins 12,5% árið 2011.

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að fjölmörg fyrirtæki hafi sett sér það markmið að hlutfallið verði komið í 25% fyrir lok þessa árs.

Kvenkyns stjórnarmenn í FTSE 100 fyrirtækjunum eru nú 263 talsins en sautján þyrftu að bætast við til þess að markmiðið um 25% hlutfall náist.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK