Snýr Mcfatalínan dæminu við?

Það er eflaust bara viðeigandi að fara út að hlaupa …
Það er eflaust bara viðeigandi að fara út að hlaupa í hamborgarabuxum. Mynd/McDonald's

McDonald's hefur gengið í gegnum erfiða tíma upp á síðkastið og virðist nú reynt af öllum krafti að bjarga vörumerkinu. McFatalína, McHljómsveit og risavaxið McPúsluspil er meðal þess sem á að redda málunum.

Saga fyrirtækisins hófst á árinu 1940 með einum hamborgarastað í Kaliforníu. Reksturinn blómstraði og nú 75 árum síðar eru um 35 þúsund staðir víðs vegar um heim starfræktir undir merkjum McDonald's.

Tönn í matnum og útrunnið kjöt

Frá og með síðasta ári hefur leiðin hins vegar legið niður á við. Sala hefur minnkað og hagnaður dregist saman. Hluta vandamálsins má rekja til Asíu, sem rakar inn um fjórðungi af heildartekjum fyrirtækisins. Þar hafa sölutölurnar snarlega dregist saman sökum nokkurra hneykslismála. Í júlí komst það til dæmis upp að einn kjötframleiðandi fyrirtækisins í Kína hefði verið að nota útrunnið og skemmt kjöt. Þá hafa nokkrir japanskir viðskiptavinir fundið plast og jafnvel tönn í frönskunum sínum. Í Rússlandi lokaði heilbrigðiseftirlitið þá nokkrum stöðum.

Vandamál McDonald's einskorðast þó ekki við sölustaði utan landsteinana. Í Bandaríkjunum hefur Burger King veitt þeim aukna samkeppni auk þess sem skyndibitastaðir líkt og Shake Shack og Chipotle hafa komið sterkir inn á markaðinn og þykja höfða frekar til yngri kynslóðarinnar.

McDonald's hefur reynt að bregðast við vandanum og var forstjóra fyrirtækisins m.a. vikið úr starfi í byrjun ársins.  Þá hefur verið reynt að breyta rekstrarmódelinu að einhverju leyti og bjóða upp á einfaldari matseðil auk þess sem viðskiptavinum hefur verið gert kleift að hanna sinn eigin hamborgara.

Þá virðast margir neytendur orðnir meðvitaðri um innihald þess sem þeir láta ofan í sig og hafa þar af leiðandi margir staðir er markaðssetja sig sem heilsusamlegri verið að kroppa í markaðshlutdeild McDonald's. Enda ekki að ástæðulausu þar sem síðasta McDonald's máltíðin sem keypt var á Íslandi á árinu 2009, áður en staðnum var lokað fyrir fullt og allt, hefur enn ekki myglað. Í dag stendur ham­borg­ar­inn og frönsku­skammt­ur­inn til sýn­is á bar­borði Bus Hostel og þrátt fyr­ir að hann sé brátt kom­inn sex ár fram yfir sölu­dag er hann enn í góðu standi. Forvitnir geta fylgst með hamborgaranum mygla ekki í vefmyndavél sem hefur verið sett upp við hamborgarann.

McKaffi með boltum

McDonald's virðist nú vera með alla anga úti og kynnir hverja óhefðbundnu afurðina á fætur annarri. Svokallaðri „I'm Lovin' it 24“ herferð var hleypt af stokkunum hinn 24. mars sl. Herferðin var í gangi í 24 klukkustundir í 24 borgum í 24 mismunandi löndum á sama tíma. Á hverjum stað var boðið upp á einhverja mismunandi upplifun.

<blockquote class="twitter-tweet">

See how Sydney really dove into their McCafé. <a href="https://twitter.com/hashtag/McCaf%C3%A9?src=hash">#McCafé</a> ball pit to be more exact. <a href="https://twitter.com/hashtag/imlovinit?src=hash">#imlovinit</a> <a href="https://t.co/ulcM6atUN9">https://t.co/ulcM6atUN9</a>

— McDonald's (@McDonaldsCorp) <a href="https://twitter.com/McDonaldsCorp/status/581194774817845249">March 26, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Í Sydney í Ástralíu fékk fólk tækifæri til þess að hoppa ofan í risastóran „kaffibolla“ fullan af boltum. Í London var söngkonan Jessie J með tónleika ofan á tveggja hæða strætó og á Filippseyjum var vegatollbás breytt í bílalúgu þar sem öllum sem keyrðu fram hjá var afhentur ókeypis morgunmatur.

Hlaupabuxur með hamborgurum

Það sem hefur hins vegar vakið einna mesta athygli er ný Big Mac tískulína sem frumsýnd var á „McWalk“ tískusýningunni í Svíþjóð á þriðjudaginn. Í línunni má finna hlaupaklæðnað, hundakápu, veggfóður, sængurver, stígvél og regnkápu sem allt er með hamborgaramynstri. Vörurnar er hægt að kaupa í sænsku vefverslun McDonald's. Ekki er þó hægt að fá vörurnar heimsendar til Íslands.

<blockquote class="twitter-tweet">

"I wear Big Mac or nothing." <a href="https://twitter.com/hashtag/imlovinit?src=hash">#imlovinit</a> See more at <a href="http://t.co/iTRzqMQVq8">http://t.co/iTRzqMQVq8</a>. <a href="https://t.co/n4rwnKf7zs">https://t.co/n4rwnKf7zs</a>

— McDonald's (@McDonaldsCorp) <a href="https://twitter.com/McDonaldsCorp/status/581123252963020800">March 26, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Misheppnaðar tilraunir

McDonald's hefur í gegnum tíðina verið óhrætt við að bjóða upp á nýjungar og eins við að kippa þeim jafnóðum út ef þær falla ekki í kramið. Business Insider hefur tekið saman lista yfir tólf vörur sem misheppnuðust stórkostlega hjá fyrirtækinu.

Í fyrsta sæti á listanum er svokallaður McLobster. Það er einhverskonar humarsalat í pylsubrauði. McDonald's kippir þó samlokunni stöku sinnum á matseðilinn í auglýsingaskyni en hún er einungis fastur liður á matseðlinum í Kanada og Nýja Englandi.

Önnur vara á listanum er Hula borgarinn. Í honum er ekki hamborgari eða kjúklingur heldur grillaður ananas með osti. Sá lifði ekki lengi á matseðlinum.

Þá kemst McPizzan einnig á blað en hún varð til á síðari hluta níunda áratugarins. Hún sló ekki í gegn þar sem langan tíma tók að baka hana á meðan viðskiptavinir McDonalds voru helst að leitast eftir skjótri þjónustu. Hún var tekin af matseðlinum skömmu síðar.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zav57FjHXJA" width="420"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Eitt þekktasta dæmið á listanum er þó Supersize máltíðin sem fékk slæma útreið í heimildarmyndinni Supersize Me eftir Morgan Spurlock. Í myndinni át hann einungis á McDonald's í einn mánuð og sýndi fram á neikvæðar afleiðingar þess. Máltíðin naut gífurlegra vinsælda þegar hún kom á markað á árinu 1993 en eftir að myndin kom út á árinu 2004 hrakaði sölunni og var henni loks kippt út í lok ársins.

70 milljónir kúnna á hverjum degi

Þrátt fyrir að McDonald's hafi litið betri tíma er hann þó risinn á skyndibitamarkaðnum. Yfir fjórar milljónir manna vinna á McDonald's um allan heim og eru daglegir viðskiptavinir yfir 70 milljón talsins, sem eru fleiri en samanlagður íbúafjöldi Frakklands.

Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam 27,44 milljörðum bandaríkjadala samanborið við 28,11 milljarða árið á undan.

McDonald's er meðvitað um auknar hollustukröfur neytenda.
McDonald's er meðvitað um auknar hollustukröfur neytenda. Mynd/McDonald's
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK