Arðgreiðslur evrópskra stórfyrirtækja hækka

Paul Buckle, forstjóri Nestle, kynnti rekstrartölur síðasta árs í febrúar. …
Paul Buckle, forstjóri Nestle, kynnti rekstrartölur síðasta árs í febrúar. Nestle var meðal þeirra sem greiddu hæstan arð árið 2014. EPA

Það voru einkum rausnarlegar greiðslur frá bönkum sem urðu til þess að arðgreiðslur stærstu fyrirtækja Evrópu hækkuðu um 10% milli 2013 og 2014. Að sögn Financial Times námu arðgreiðslur fyrirtækja í Eurofirst 300-vísitölunni 169 milljörðum evra árið 2013 en 187,3 milljörðum í fyrra.

Eurofirst 300-vísitalan inniheldur 300 stærstu fyrirtæki Evrópu að markaðsvirði.

FT hefur eftir markaðsrannsóknafyrirtækinu Markit að arðgreiðslur muni hækka hlutfallslega minna á þessu ári, eða um 7% og nema samtals 200 milljörðum evra yfir árið.

Spænski bankinn Banco Santander greiddi mestan arð á síðasta ári eða 7,72 milljarða evra. Svissneska matvælafyrirtækið Nestlé kom næst í röðinni með 6,6 milljarða evra greidda til hluthafa. Bankar greiddu 16% af heildararðgreiðslum Eurofirst 300-fyrirtækja á síðasta ári en aðeins 13,5% árið á undan. Hefur hlutdeild banka í arðgreiðslukökunni ekki verið hærri síðan 2010.

Vestahafs hafa arðgreiðslur einnig verið að aukast. Að sögn Markit hækkuðu arðgreiðslur um 12% á síðasta ári og munu hækka um 9% í ár.

Að jafnaði var arðgreiðsluhlutfall (e. payout ratio) 53% í Evópu árið 2014 en var 44% árið áður. Meira en helmingur Eurofirst 300-fyrirtækja hækkaði arðgreiðsluhlutfallið en innan við fjórðungur minnkaði hlutfallið milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK