De Beers herðir á kröfum til kaupenda

Starfsmenn demantsfyrirtækiks í Botswana við vinnu sína. De Beer er …
Starfsmenn demantsfyrirtækiks í Botswana við vinnu sína. De Beer er einn stærsti seljandi demanta í heiminum. AFP

Demantarisinn De Beers hefur endurskoðað hjá sér þær reglur sem kaupendur demanta þurfa að uppfylla. De Beers selur árlega sex milljarða dala virði af óskornum demöntum til lokaðs hóps kaupenda sem fullnægja verða ákveðnum skilyrðum. Þessir kaupendur skera demantana og selja áfram til skartgripageirans.

Financial Times greinir frá að nýju reglurnar kveði á um að kaupendur haldi ársreikninga samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og að eigiðfjárhlutfall þeirra fari ekki undir tiltekið viðmið. Eiginfjárviðmiðinu er ætlað að gera kaupendurna síður háða bankalánum.

Undanfarin tvö ár hafa bankar minnkað lánalínur til demantageirans. Hefur það leitt til versnandi lausafjárstöðu kaupenda sem svo átti þátt í að heimsmarkaðsverð á demöntum lækkaði skarpt á síðasta ári. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK