Hlutabréf hækka eftir „tíst“ forstjórans

Elon Musk, forstjóri Tesla.
Elon Musk, forstjóri Tesla. AFP

Hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla snarhækkuðu um meira en þrjú prósent í verði í dag eftir að forstjórinn, Elon Musk, boðaði nýja vörulínu á Twitter-síðu sinni.

Það hefur lengi verið orðrómur uppi um að Tesla kynni til leiks nýja vöru sem er ekki bíll. Telja margir að fyrirtækið komi með á markað stærri rafhlöður sem hægt verði að nota til að sjá heimilum fyrir orku.

Elon Musk sagði að varan, sem er ekki bíll, yrði kynnt þann 30. apríl næstkomandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að hlutabréfaverð Tesla hækka eftir yfirlýsingar forstjórans á Twitter.

Undir lok janúarmánaðar tilkynnti hann meðal annars að ný uppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann enn kraftmeiri og hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf félagsins um 2,9 prósent í verði.

Hann hefur reyndar sjálfur þvertekið fyrir það að nota „tístin“ til að hafa áhrif á hlutabréfaverð Tesla. „Sumir virðast halda að ég tísti til að hafa áhrif á hlutabréfaverðið. Það er rangt. Tímabundin hækkun á $TSLA-bréfunum gerir augljóslega hvorki mér né fyrirtækinu gott,“ sagði hann í tísti þann 16. mars síðastliðinn.

Sama dag fullyrti hann jafnframt að hvorki hann né fyrirtækið væru að losa sig við hlutabréf. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréfin í Tesla um 3,7 prósent.

Sjá einnig frétt mbl.is: Verðmætasta tíst sögunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK