Kringlan tilnefnd til verðlauna fyrir pakkaleik

Með pakkasöfnuninni voru gestir Kringlunnar hvattir til að kaupa eina …
Með pakkasöfnuninni voru gestir Kringlunnar hvattir til að kaupa eina aukajólagjöf og gefa hana í söfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.

Verslunarmiðstöðin Kringlan hefur verið tilnefnd til  alþjóðlegra verðlauna frá ICSC, sem eru alþjóðleg samtök verslunarmiðstöðva. Kringlan hlaut tilnefningu í flokknum samfélagsleg ábyrgð, fyrir markaðsaðgerðir vegna  pakkasöfnunar fyrir jólin en þá var nýtt leikja-app, Kringlujól, kynnt sem viðbót við pakkasöfnun með stuðningi verslana í Kringlunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni.

„Með pakkasöfnuninni voru gestir Kringlunnar hvattir til að kaupa eina aukajólagjöf og gefa hana í söfnun fyrir Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Að auki var hægt að safna pökkum í gegnum leikja-appið Kringlujól og gáfu verslanir í Kringlunni pakka sem leikmenn söfnuðu. Leikurinn efldi söfnunina til muna og um 5.000 gjafir söfnuðust sem var metárangur,“ segir í tilkynningu.

Alls voru 232 þátttakendur frá 25 löndum í en keppt er í átta flokkum. Verkefnin sem eru tilnefnd í sama flokki og Kringlan koma frá öllum heimshornum, allt frá Tyrklandi til Suður-Afríku.Kringlan hlaut verðlaun árið 2014 fyrir leikinn Kringlukröss. Verðlaunin verða afhent á ráðstefnu ICSC í Kaupmannahöfn í byrjun júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK