Ruth fær 9,5 milljarða á 2 árum

Ruth Porat
Ruth Porat AFP

Tæknirisinn Google kemur til með að greiða Ruth Porat, nýjum framkvæmdastjóra fjármála hjá fyrirtækinu, um 70 milljónir dollara, eða 9,5 milljarða króna, á næstu tveimur árum. Þess fyrir utan nema árslaun hennar um 650 þúsund dollurum eða um 88 milljónum króna.

Google réði Porat í síðustu viku en hún gegndi áður sömu stöðu hjá Morgan Stanley bankanum.

Í 9,5 milljarða greiðslunni felst 3,4 milljarða hlutabréfastyrkur, 5,4 milljarða styrkur, sem veittur er á tveggja ára fresti og kemur í stað bónusa, auk 700 milljóna króna ráðningabónusar.

Porat hefur störf þann 26. mars nk. og verður með grunnlaun er nema um 88 milljónum króna á ári. Ekki er ljóst hvað hún var með í laun hjá Morgan Stanley á síðasta ári en laun hennar á árinu 2013 námu einni milljón dollara, eða um 136,5 milljónum króna.

Reuters greinir frá.

Frétt mbl.is: Google nappar fjármálastjóra Morgan Stanley

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK