Steinunn kaupir fyrir 176 milljónir í Sjóvá

Arkur ehf., fjárfestingarfélag Steinunnar Jónsdóttur, keypti í dag 16,2 milljónir hluta í Sjóvá að andvirði um 176 milljónir króna.

Steinunn Jónsdóttir fjárfestir, er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem gjarnan er kenndur við Byko. Fyrir viðskiptin í dag átti Steinunn um 63,8 milljónir hluta í Sjóva og nemur heildareign hennar nú 80 milljónum hluta, eða alls 5,02 prósent af heildarhlutafé.

Gengið í Sjóvá er 10,92 krónur í dag og er heildareignarhlutur hennar því að andvirði um 873 milljóna króna.

Samþykkt var á aðalfundi félagsins í síðustu viku að greiða arð er nemur um 4 millj­örðum króna, eða 2,51 krónu á hlut fyr­ir árið 2014.

Arðsákvörðun­ar­dag­ur er 26. mars 2015 og þar af leiðir að skráðir hlut­haf­ar í lok dags 30. mars 2015, sem telst arðsrétt­inda­dag­ur, eiga rétt á arðgreiðslu. Fyrsti viðskipta­dag­ur eft­ir arðsákvörðun­ar­dag er 27. mars 2015 og er hann arðleys­is­dag­ur. Útborg­un­ar­dag­ur arðs er 16. apríl 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK