Um 160 þúsund bankastarfsmönnum sagt upp

Deutsche Bank er einn stærsti bankinn í Evrópu.
Deutsche Bank er einn stærsti bankinn í Evrópu. AFP

24 stærstu bankar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fækkað starfsmönnum um 160 þúsund manns á undanförnum tveimur árum. Í fyrra fækkuðu þessir bankar starfsmönnum sínum samtals um 59 þúsund.

Sex stærstu bankarnir í Bandaríkjunum fækkuðu starfsfólki um 37.500 á seinasta ári en 21.500 starfsmönnum var sagt upp hjá átján stærstu bönkunum í Evrópu, að því er segir í frétt Reuters.

Þess má einnig geta að þessir átján stærstu bankar í Evrópu fækkuðu starfsfólki um 56.100 árið áður, eða 2013.

Fjármálagreinendur segja að reikna megi með áframhaldandi fækkun á þessu ári.

Töluvert var um uppsagnir hjá fjármálafyrirtækjum í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008. Mörgum bönkum hefur hins vegar gengið erfiðlega að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn síðan þá og hófst annað niðurskurðartímabil í byrjun árs 2013. 

Sérfræðingar hjá Citi-bankanum segja jafnframt að um 54% starfa í fjármálaþjónustu séu í hættu vegna þeirra tækniframfara sem hafa átt sér í stað í fjármálageiranum á undanförnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK