Íslenskar valkyrjur um allan heim

Mæðgurnar Hjördís Hugrún Sigurðardóttir og Ólöf Rún Skúladóttir eru höfundar …
Mæðgurnar Hjördís Hugrún Sigurðardóttir og Ólöf Rún Skúladóttir eru höfundar bókarinnar Tækifærin, mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ef einhver hefði sagt mér hálfu ári áður en verkefnið byrjaði að ég myndi skrifa og gefa út bók hefði ég aldrei trúað því!“ segir Hjördís Hugrún Sigurðardóttir, meistaranemi við ETH tækniháskólann í Sviss, í samtali við stúdentablað skólans.

Hjördís er nú að vinna að meistaraverkefni sínu við skólann, sem einna þekktastur er fyrir að Albert Einstein hafi stundað þar nám. Hún tók sér þó leyfi í fyrra og skrifaði bókina „Tækifærin“ ásamt móður sinni, Ólöfu Rún Skúladóttur. Bókin samanstendur af viðtölum við fimmtíu íslenskar konur sem allar eiga það sameiginlegt að hafa lokið námi á sviði verkfræði, tækni eða raunvísinda og náð árangri á ólíkum sviðum atvinnulífsins. „Í San Francisco, Stokkhólmi, Reykjavík,  Reyðarfirði, Berlín, Boston, London, Lúxemborg og víðar starfa íslenskar valkyrjur við spennandi störf,“ segir í kynningartexta bókarinnar.

Í viðtalinu við ETH Life Magazine segir Hjördís frá því að prófessor við háskólann hafi eitt sinn sagt í kennslustund að þeir sem vildu skapa sitt eigið verkefni þyrftu að velta þremur atriðum fyrir sér; Hvað kann ég, hverja þekki ég og hvað kunna þeir? 

„Ef til vill átti hann nú ekki við að maður ætti að fá mömmu sína með sér í verkefni,“ segir Hjördís Hugrún og hlær. „En hún hefur hátt í 30 ára reynslu úr fjölmiðlum og saman mynduðum við gott teymi fyrir þetta verkefni.“

Mikilvægt að leita í fyrirmyndir

Ævintýrið hófst í raun þegar Hjördís hóf nám við ETH Zürich og fór á ETH Equal! viðburði. „Það var virkilega hvetjandi og áhugavert. Mig langaði að gera eitthvað sambærilegt á Íslandi,“ segir Hjördís og bætir við að fyrirmyndir séu gríðarlega mikilvægar. „Ég hafði velt fyrir mér hversu áhugavert það væri að sjá aðgengilega bók með viðtölum við margar konur sem náð hafa miklum árangri. Það gæti veitt fleirum innblástur,“ segir hún. „Svo áttaði ég mig á því að ég gæti ef til vill látið það verða að veruleika.“ Úr varð að bókin Tækifærin kom út á Íslandi.

„Þetta voru sannarlega krefjandi mánuðir. Að stofna fyrirtæki og skipuleggja allt frá fjármögnun til dreifingu bókarinnar var afar lærdómsríkt,“ segir Hjördís sem ferðaðist víða um heim til að taka viðtöl og lýsir því hvernig hún réði vart við sig af kæti yfir því að fá að deila þessum áhugaverðu sögum með heiminum.

Hún segir viðtökur bókarinnar hafa verið góðar og nefnir sem dæmi að álframleiðandinn Alcoa hafi ákveðið að gefa öllum 15 ára stúlkum á Austurlandi bókina.

Hér geta áskrifendur Morgunblaðsins lesið viðtal við þær mæðgur síðan 1. júní 2014.

Glæsilegu mæðgurnar fögnuðu

Viðtal við Hjördísi í ETH Life Magazine.
Viðtal við Hjördísi í ETH Life Magazine.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK