Minni bjartsýni meðal stjórnenda

mbl.is/Sigurgeir

Mun fleiri stjórnendur fyrirtækja telja að aðstæður í atvinnulífinu séu góðar en þeir sem telja þær slæmar. Hins vegar telja flestir að þær séu hvorki góðar né slæmar. Vætningar um að aðstæður fari batnandi eru ennfremur minni en áður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. 

„Fjárfestingar aukast meira á árinu en undanfarin ár. Að jafnaði vænta stjórnendur 3,0% verðbólgu næstu tvö árin en aðeins 1,2% hækkun á vörum og þjónustu eigin fyrirtækja næstu sex mánuði. Stjórnendur búast við að gengi krónunnar veikist um 2% á næstu 12 mánuðum og að stýrivextir Seðlabankans hækki. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var í mars 2015 fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur að stjórnendur telji almennt að aðstæður í atvinnulífinu séu góðar. Staðan nú sé svipuð í þeim efnum og árið 2007. Þannig telji 52% stjórnenda aðstæður í atvinnulífinu hvorki vera góðar né slæmar, 41% telur þær góðar en 6% slæmar. Í öllum atvinnugreinum telji fleiri stjórnendur aðstæður vera góðar en slæmar. Jákvæðast er matið í verslun og þjónustu en neikvæðast í byggingarstarfsemi og iðnaði. Þá telji 40% að aðstæður verði betri eftir sex mánuði, tæplega helmingur að þær verði óbreyttar og 10% að þær verði verri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK