Flugfargjöld lækka á næstu vikum

Á þeim áfangastöðum á Bretlandseyjum sem easyJet flýgur til frá …
Á þeim áfangastöðum á Bretlandseyjum sem easyJet flýgur til frá Íslandi er flugfélagið alltaf ódýrast, janfvel þó töskugjald og bókunargjald sé tekið með í reikninginn. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Meðalverð á flugi til nær allra áfangastaða sem í boði eru í beinu flugi frá Keflavík lækka að meðaltali um 4,9 prósent á næstu átta vikum samkvæmt verðkönnun Dohop.

Flug til London lækkar að meðaltali um 26,3 prósent, en flug til Manchester lækkar mest, eða 28 prósent, úr rúmum fimmtíu þúsund krónum og ræður lækkun á verði með easyJet þar mestu.

Á þeim áfangastöðum á Bretlandseyjum sem easyJet flýgur til frá Íslandi er flugfélagið alltaf ódýrast, janfvel þó töskugjald og bókunargjald sé tekið með í reikninginn.

Ódýrsta meðalverð til stakrar borgar er til Hamborgar, en á Dohop er flug með Air Berlin þangað fyrir 29.122 krónur að meðaltali. Einnig er töluvert af ódýru flugi að finna til Amsterdam, Osló, London og Manchester. 

Samkeppnin eykst

Mikil aukning er í framboði á áfangastöðum þegar sumarið nálgast og fleiri flugfélög fljúga til Íslands. Þetta gerir það að verkum að fjölmargar borgir verða aðgengilegar með beinu flugi frá Keflavík í sumar. Má þar nefna Belfast, Dusseldorf og Valencia. Við bætist ameríkuflug WOWair, en þar eykst samkeppni á flugi til Boston og Washington. Barcelona slær mögulega met hvað varðar samkeppni á flugframboði en þangað fljúga Icelandair, Vueling, Iberia, WOWair og Primera í byrjun sumars.

Við gerð verðkönnunarinnar er notuð samskonar aðferð og Hagstofan notar, en einnig gert ráð því að ferðast sé með eina tösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd, og viðeigandi gjöld flugfélaga tekin inn í heildarverðið

Verðkönnun Dohop
Verðkönnun Dohop Mynd/Dohop
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK