Reyndu að kaupa hlut Sparisjóðsins

Stærsti eigandi Borgunar er Íslandsbanki en hann hefur um áratugaskeið …
Stærsti eigandi Borgunar er Íslandsbanki en hann hefur um áratugaskeið verið með umfangsmikla starfsemi í Vestmannaeyjum. mbl.is/Júlíus

Félag í eigu lykilstjórnenda greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar gerðu ítrekaðar tilraunir til að kaupa 0,4% hlut Sparisjóðs Vestmannaeyja í Borgun á síðustu mánuðum.

Ekki var gengið að þeim tilboðum sem lögð voru fram. Á gamlársdag í fyrra keyptu stjórnendur Borgunar hins vegar 0,3% hlut Sparisjóðs Norðfjarðar í fyrirtækinu. Fyrir hlutinn voru greiddar 22,2 milljónir króna.

Hægt er að ganga út frá því að tilboð í hlut Sparisjóðs Vestmannaeyja hafi ekki verið lægra en það sem boðið var fyrir austan og því hafi tilboðið í 0,4% hlutinn numið að lágmarki 28,1 milljón króna, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK