Afgreiða ekki samkynhneigð hjón

Veitingastaðurinn vill ekki sjá veita samkynhneigðum hjónum þjónustu.
Veitingastaðurinn vill ekki sjá veita samkynhneigðum hjónum þjónustu. AFP

Pítsastaðurinn Memories Pizza í Indiana í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli eftir að eigendur hans sögðu að þeir myndu aldrei sjá um veisluþjónustu í brúðkaupi samkynhneigðra.

Nýlega voru samþykkt lög í ríkinu sem geta gert fyrirtækjum kleift að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Samkvæmt lögunum geta einstaklingar og fyrirtæki borið fyrir sig trúarskoðunum fyrir rétti.

Veitingastaðurinn veitir samkynhneigðum þjónustu, svo framarlega sem ekki er um hjón að ræða. Eigendurnir hafa fengið fjölmargar hótanir vegna þessarar ákvörðunar og lokuðu staðnum síðastliðinn miðvikudag.

Margir styðja skoðum eigandanna og streymdu fjárframlög til veitingastaðarins í gegnum hópfjármögnunarsíðu. Samkvæmt frétt Sky-fréttastofunnar er þegar búið að safna 115 milljónum.

Frétt mbl.is: Stórfyrirtæki mótmæla mismunun

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK