Grikkir heita greiðslu

Christine Lagarde
Christine Lagarde AFP

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, fagnar fréttum af því að Grikkir ætli að greiða af láni sínu hjá AGS í þessari viku.

Í gær greindi fjármálaráðherra Grikklands, Yanis Varoufakis, frá því að ríkið ætlaði sér að standa við allar skuldbindingar sínar hjá lánadrottnum. Ummælin lét hann falla í kjölfar fundar með yfirmönnum AGS í Washington. Tæp fimm ár eru síðan AGS og ríki ESB hófu að veita gríska ríkinu fjárhagsaðstoð.

Lagarde segir í yfirlýsingu í gær að hún og Varoufakis hafi rætt um skuldbindingar gríska ríkisins og fram hafi komið í máli ráðherrans að Grikkland myndi greiða inn á lánið þann 8. apríl.

Samkvæmt BBC hafa verið uppi efasemdir um hvort Grikkjum tækist að standa við skuldbindingar sínar um að greiða 450 milljónir evra inn á lánið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK