Hinir ríku lifa lengur

Ríkir geta búist við því að lifa lengur en fátækir.
Ríkir geta búist við því að lifa lengur en fátækir. AFP

Eftir því sem menn verða ríkari verða þeir jafnframt líklegri til þess að lifa lengur og njóta betri heilsu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var á vegum Urban stofnunarinnar í Bandaríkjunum en gögnin voru fengin frá heilbrigðisyfirvöldum. Í rannsókninni kemur fram að mun sterkari tengsl séu á milli tekna og heilsu en kynþáttar og heilsu.

Bandaríkjamönnum var skipt upp í fimm tekjuhópa og urðu lífslíkurnar ávallt betri eftir því sem tekjurnar urðu hærri. Niðurstaðan var sú sama nánast algjörlega óháð sjúkdómseinkennum.

Í rannsókninni segir að ástæðurnar fyrir þessu séu nokkrar. Sú veigamesta er hins vegar að fjársterkir aðilar eiga almennt greiðara aðgengi að betri heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilum þeirra einnig oftast betur viðhaldið.

Í annarri rannsókn sem greint var frá í síðustu viku kom þá einnig fram að tekjulágir séu líklegri til þess að vera stressaðir, áhyggjufullir, þunglyndir og reiðir heldur en þeir ríku. Auk þess sem tekjulágir eru líklegri til þess að þjást af svefnleysi, en allt þetta hefur áhrif á heilsufar manna.

Úr skýrslu Urban Institude
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK