Hvert er eiginlega vandamálið?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Forsætisráðherra segir að menn spyrji oft hvert sé eiginlega vandamálið á Íslandi eftir hafa farið yfir kaupmáttaraukningu síðustu ára, tekjudreifingu, hlutfall launa af verðmætasköpun og spár um framtíðarhagvöxt.

Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á árs­fundi at­vinnu­lífs­ins sem fer nú fram í Hörpu.

Hann sagði að launaþróun á síðustu árum hafi verið merkilega lík milli stétta. Helstu breytingarnar væru að lægri laun hefðu hækkað meira en meðallaunin. „Laun verkafólks hafa hækkað meira en stjórnenda og laun kvenna hafa hækkað meira en laun karla.“ Sigmundur sagði fá lönd vera með meiri tekjujöfnuð en Ísland auk þess sem hlutfall launa af verðmætasköpun hafi verið hið þriðja hæsta í heiminum árið 2013.

Veiðieðlið að segja til sín

„Þrátt fyrir þessar staðreyndir ríkir mikil ólga á vinnumarkaði. Reikna má með að þetta stafi af þeirri jákvæðu breytingu að nú loksins sé eitthvað til skiptanna og allir vilji fá sinn réttmæta hlut af nýrri verðmætasköpun.“

„Það er eðlilegt, enda upplifum við nú uppgang í fyrsta sinn í langan tíma og veiðimannseðlið segir til sín. En það verða samt allir að sýna ábyrg,“ sagði Sigmundur og bætti við að tugprósenta hækkun stjórnarlauna í fyrirtækjum væru kolröng og óábyrg skilaboð inn í samfélagið á þessum tíma. „Við þurfum sameiginlega að byggja upp þjóðfélag festu og stöðugleika og slíkar hækkanir hjálpa ekki til við það.“

Sigmundur Davíð og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í Hörpu í …
Sigmundur Davíð og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í Hörpu í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK