Benetton greiðir bætur til fórnarlamba

Hermenn og slökkviliðsmenn bera lík starfsmanns verksmiðjunnar í Bangladess úr …
Hermenn og slökkviliðsmenn bera lík starfsmanns verksmiðjunnar í Bangladess úr rústum byggingarinnar í apríl 2013. AFP

Ítalska tískuverslanakeðjan Benetton hefur tilkynnt að hún ætli að leggja 1,1 milljón dollara til alþjóðlegs sjóðs sem á að greiða bætur til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir að stór fataverksmiðja í Bangladess hrundi fyrir tveimur árum. Rúmlega 1.100 manns létust.

Benetton neitaði í fyrstu að hafa neitt með verksmiðjuna að gera. Nú hefur það hins vegar látið sérfræðinga ráðgjafarfyrirtækisins PwC meta hversu mikið fé fyrirtækið ætti að láta af hendi rakna til sjóðsins í hlutfalli við tengsl þeirra við Rana Plaza-verksmiðjuna. Í tilkynningu kemur fram að fyrirtækið hafi ákveðið að tvöfalda þá upphæð sem ráðgjafarnir mæltu með.

Stafsmenn og blaðamenn höfðu varað við því að byggingin sem var á níu hæðum væri ekki örugg. Hún hrundi svo 24. apríl árið 2013 en þá voru þúsundir manna inni í byggingunni.

Fleiri en milljón manns höfðu skrifað undir undirskriftarlista þar sem Benetton var hvatt til þess að leggja sitt af mörkum til sjóðsins sem settur var á fót átta mánuðum eftir hörmungarnar til að hjálpa fórnarlömbunum.

Alþjóðavinnumálastofnunin ILO skipulagði sjóðinn en í hann hafa safnast 21 milljón dollara. Enn vantar níu milljónir dollara upp á að hann geti greitt út þær bætur sem lagt var upp með.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK