Lýstar kröfur í BG-5 upp á 38 milljarða króna

Ljóst þykir, að einungis brot fáist upp í 38 milljarða …
Ljóst þykir, að einungis brot fáist upp í 38 milljarða kröfurnar. mbl.is/Golli

Lýstar kröfur í þrotabú BG-5 ehf., sem áður var Gaumur, en stærstu hluthafar þess voru Baugsfjölskyldan með um 97% hlut, eru um 38 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Karls Sveinssonar hrl., sem er skiptastjóri þrotabúsins.

Stærsta eign Gaums, síðar BG-5 ehf., var 75% hlutur í Baugi sem varð gjaldþrota sumarið 2009. Aðrar eignir Gaums voru meðal annars 1988 ehf., Aðföng, B2B ehf., B2B holding, Barney, Baugur Group hf., Bónus, Fjárfestingafélagið Gaumur ehf., Gaumur holding, Hagar, Hagkaup, Illum A/S, Stoðir Invest, Styrkur Invest, Thu Blasol og Verslunin Útilíf.

Líkt og segir hér að ofan átti Baugsfjölskyldan 97% í Gaumi og þar af átti Jón Ásgeir Jóhannesson 41% hlut og var langstærsti hluthafinn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK