Mikil aukning í tónleikaferðum

Um 200 Íslendingar eru á leið á tónleika Bono og …
Um 200 Íslendingar eru á leið á tónleika Bono og félaga í U2 í Lundúnum í október. TIM WIMBORNE

Gríðarleg aukning hefur orðið í tónleikaferðum til útlanda síðustu tvö árin. Þetta segir Þór Bæring Ólafsson hjá ferðaskrifstofunni Gaman ferðum sem er mjög afkastamikil á þessu sviði ferðalaga.

Spurður hvað valdi þessu nefnir Þór uppsafnaða þörf landsmanna til að ferðast til útlanda og vaxandi áhuga á því að slá tvær flugur í einu höggi, það er að ferðast og gera eitthvað ógleymanlegt í leiðinni, eins og að fara á tónleika með uppáhaldstónlistarmanninum sínum.

Fjölmargar tónleikaferðir eru á döfinni hjá Gaman ferðum á komandi mánuðum. Má þar nefna tónleika með Paul McCartney, Take That, Foo Fighters, Fleetwood Mac, One Direction, Ed Sheeran, AC/DC, Madonnu og U2. Allir koma þessir listamenn fram í O2-höllinni í Lundúnum.

Þór segir alla aldurshópa sækja í tónleikaferðir. Allt frá börnum upp í ellilífeyrisþega. „Það var einn að spyrjast fyrir um miða á Fleetwood Mac hjá okkur um daginn. Hann kvaðst hafa sett sér ákveðin markmið þegar hann varð sjötugur, eitt af þeim var að sjá Fleetwood Mac á sviði,“ segir Þór.

Nánar er fjallað um tónleikaferðir Íslendinga í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK