Telja Arion valta yfir sparisjóðinn

Dorgað á bryggjunni á Siglufirði
Dorgað á bryggjunni á Siglufirði mbl.is/Golli

Minni stofnfjáreigendur í Afli, stærsta sparisjóði landsins, telja að Arion banki hafi gengið fram af mikilli hörku á aðalfundi sjóðsins sem haldinn var í gær.

Telja þeir m.a. að ólöglega hafi verið staðið að boðun fundarins og þá eru þeir afar óánægðir með að eigendur hafi ekki fengið fullnægjandi skýringar á því af hverju nauðsyn var talin á því að færa niður útlán sjóðsins um 454 milljónir á liðnu ári.

Telja þeir meðal annars ótækt að sami endurskoðandi sjái um endurskoðun Arion banka og Afls. Sjóðurinn verður nú settur í opið söluferli samkvæmt tilkynningu frá Arion banka, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK