Fimm íslenskir blaðamenn tilnefndir

Frá verðlaunaafhendingunni í fyrra.
Frá verðlaunaafhendingunni í fyrra. Mynd/Nordic Startup Awards

Fimm íslenskir blaðamenn eru tilnefndir sem „Startup Journalist of the Year“ eða „Nýsköpunar blaðamaður ársins“ á Nordic Startup Awards.

Tilnefndir eru Ásgeir Ingvarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, Birgir Þór Harðarson, blaðamaður á Kjarnanum, Edda Hermannsdóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum, og Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður á Kjarnanum.

Tilkynnt verður um úrslitin hinn 12. maí næstkomandi. Verðlaunin eru í tveimur hlutum. Fyrst eru undanúrslit í hverju landi þar sem fólk getur greitt atkvæði á heimasíðu verðlaunanna. Síðan tekur sigurvegarinn í hverju landi þátt í lokakeppninni sem verður haldin í Helsinki í Finnlandi hinn 26. maí.

Fimm íslensk fyrirtæki eru þá tilnefnd sem sprotafyrirtæki ársins, þ.e. Bókun, Herberia, Valka, Datamarket og Modio.

Á síðasta ári var Plain Vanilla valið sprotafyrirtæki ársins á Norðurlöndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK