Marel rýkur upp eftir tilkynningu

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ljóst er að tilkynning Marel hefur vakið athygli fjárfesta þar sem gengi hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp um átta prósent frá opnun markaða í morgun. Veltan nemur 629 milljónum króna.

Líkt og mbl.is greindi frá í morgun hafa stjórnendur unnið drög að uppgjöri Marel fyrir fyrsta ársfjórðung og með hliðsjón af þeim er það mat þeirra að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé umfram væntingar.

Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu þar sem jafnframt sagði að góð staða væri byggð á auknum tekj­um, hag­stæðri tekju­dreif­ingu og auk­inni skil­virkni í rekstri fé­lags­ins.

Þá sagði að mót­tekn­ar pant­an­ir í fjórðungn­um séu áætlaðar 212 millj­ón­ir evra. Tekj­ur fjórðungs­ins verða um 209 millj­ón­ir evra, með leiðrétt­an rekstr­ar­hagnað yfir 11% af tekj­um og rekstr­ar­hagnað tæp­lega 8% af tekj­um. Hagnaður eft­ir skatt í fyrsta árs­fjórðungi er áætlaður rúm­lega 12 millj­ón­ir evra.

Frétt mbl.is: Afkoma Marel umfram væntingar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK