Vilja opna verslun í kaupfélaginu

Áform eru uppi um stofnun hlutafélags um rekstur verslunar í Hrísey, að því er fram kemur í Vikudegi. Þar segir að hugmyndin sé sú að allir geti gerst hluthafar; íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir velunnarar eyjunnar.

„Verið er að vinna að gerð rekstraráætlunar og áformað að halda stofnfund hins nýja félags síðar í mánuðinum. Áætlað er að verslunin verði staðsett í gamla kaupfélaginu. Þá er hugmyndin að Pósturinn verði inni í versluninni sem styrkja ætti reksturinn,“ segir Vikudagur.

Engin verslun hefur verið í Hrísey frá því að Júllabúð var lokað 10. mars sl.

Frétt mbl.is: Nauðsynlegt að hafa verslun í Hrísey

Frétt mbl.is: Hættir rekstri Júllabúðar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK