Bætt bónuskerfi fyrir starfsmenn

Á fundi Verkalýðsfélags Akraness, trúnaðarmanna og forstjóra HB Granda á Akranesi í gær var nýtt bónuskerfi fyrir starfsmenn HB Granda samþykkt. Samkvæmt Verkalýðsfélagi Akraness gerði félagið forstjóranum tilboð sem fyrirtækið gekk að nánast óbreyttu.

„Hér er um umtalsverða kjarabót að ræða fyrir starfsmenn HB Granda, en rétt er að ítreka að hér er bara um breytingu á bónuskerfi starfsmanna að ræða og hefur ekkert að gera með þær kjaraviðræður sem félagið á í við Samtök atvinnulífsins og eru þessar breytingar á bónuskerfinu því hrein viðbót við það sem um mun semjast á því samningsborði,“ segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness.

Segir félagið fulla ástæðu til að fagna því að fyrirtækið hafi verið tilbúið að deila góðri afkomu sinni með starfsmönnum með nokkuð myndarlegum hætti í formi hækkunar á bónuskerfinu.

Þessi hækkun skilar starfsmönnum HB Granda frá 9 prósenta upp í 18 prósenta launahækkun, en bónusinn  tekur mið af starfsaldri. Hækkunin nær einnig yfir dótturfyrirtæki HB Granda á Akranesi, sem eru auk frystihúss HB Granda, Laugafiskur, Norðanfiskur og Vignir G. Jónsson. Félagið áætlar að þessi launahækkun nái til allt að 250 starfsmanna í fiskvinnslu á Akranesi og segir að auk þess muni hækkunin væntanlega gilda líka fyrir öll önnur fiskvinnslufyrirtæki sem HB Grandi á.

Eins og greint hefur verið frá voru laun stjórnarmanna HB Granda hækkuð um 33 prósent fyrr í mánuðinum en almennum starfsmönnum hefur verið boðin 3,5 prósenta hækkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK