Þekking 14 stjórnarmanna ófullnægjandi

Fjármálaeftirlitið.
Fjármálaeftirlitið. mbl.is/Ómar

Á tímabilinu frá 2010 til 2014 hafa 194 stjórnarmenn farið í viðtal hjá ráðgjafanefnd Fjármálaeftirlitsins þar sem mat er lagt á þekkingu þeirra. Af þeim reyndist þekking 180 stjórnarmanna fullnægjandi og þekking 14 stjórnarmanna ófullnægjandi að mati ráðgjafanefndarinnar.

Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Fjármála, vefriti Fjármálaeftirlitsins, sem kom út í dag. Samkvæmt lögum leggur FME mat á hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga og lífeyrissjóða. Í dag eru 76 framkvæmdastjórar starfandi hjá framangreindum aðilum og 626 aðilar sitja í stjórn þeirra.

Í Fjármálum segir að þegar að þegar þekking stjórnarmanna reynist ófullnægjandi sé algengast að viðkomandi segi sig í kjölfarið úr stjórn eftirlitsskylds aðila að eigin frumkvæði.

Einnig hefur komið til þess að stjórn Fjármálaeftirlitsins víki stjórnarmanni úr stjórn vegna þess að hann fullnægði ekki hæfisskilyrði sérlaga sem gilda um félagið.

Hlutfall kvenna undir 40% lágmarki í fjármálafyrirtækjum

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að konur séu 36 prósent stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum í dag en samkvæmt lögum á hlutfall hvort skyns að vera 40 prósent að lágmarki.

Í lífeyrissjóðum er hlutfallið hins vegar 49% konur og 51% karlar í stjórnum og í vátryggingafélögum eru konur 42% stjórnarmanna en karlmenn 58%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK