Cosmo verði selt sem klámblað

Victoria Hearst á blaðamannafundi í dag.
Victoria Hearst á blaðamannafundi í dag. AFP

Barnabarn útgefanda tímartsins Cosmopolitan efndi í dag til blaðamannafundar þar sem hún kallaði eftir því að blaðið yrði merkt, hulið og selt líkt og hvert annað klámblað.

Victoria Hearst er barnabarn fjölmiðlamógúlsins William Randolph Hearst sem sem stofnaði Herst útgáfufyrirtækið. Hún sagðist ekki vilja ritskoða blaðið heldur ættu stjórnendur Hearst að „manna sig upp“ og taka ábyrgð á klámfengnu innihaldi þess. 

Frændi Victoriu situr meðal annars í stjórn fyrirtækisins.

Með blaðamannafundinum var Victoria að hrinda af stað herferðinni „Cosmo Harms Minors“ og segist hún ekki ætla að hætta fyrr en tímaritið hafi verið frelsað. Christina er afar trúuð og stofnaði meðal annars söfnuðinn „Praise Him Ministries“ í Colorado árið 2001.

Cosmopolitan hefur verið gefið út frá árinu 1886 og fyrst sem fjölskyldutímarit. Comsopolitan varð hluti af Hearst samsteypunni árið 1906.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK