Dró framboð til baka vegna kynjakvóta

Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins ehf.
Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins ehf. Eggert Jóhannesson

Jón Steindór Valdimarsson, stjórnarmaður í Regin, dró á aðalfundi félagsins í gær framboð sitt til stjórnar til baka þar sem ljóst var eftir kosningu í stjórn að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um kynjahlutfall. Alls voru sex í kjöri um fimm stjórnarsæti og því kosið um stjórnarsetu á aðalfundi félagsins.
„Eftir niðurstöðu margfeldiskosningar var ljóst að kjörin stjórn uppfyllti ekki skilyrði laga um kynjahlutfall. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu dró Jón Steindór Valdimarsson framboð sitt til stjórnar til baka,“ segir í tilkynningu til Kauphallarinnar eftir fundinn í gær.

Nýkjörin aðalstjórn Regins hf. er því skipuð eftirfarandi einstaklingum: Albert Þór Jónsson, fjárfestir, Cand. Oecon Benedikt K. Kristjánsson, sölu og þjónustufulltrúi Bryndís Hrafnkelsdóttir, viðskiptafræðingur, Cand. Oecon. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, lögmaður og MBA. Tómas Kristjánsson, viðskiptafræðingur, Cand.Oecon/MBA

Stjórnarformaður með 450 þúsund á mánuði og forstjóri 2,6 milljónir

Á fundinum var samþykkt að þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar verði óbreytt frá síðasta ári. Þá fékk stjórnarformaður félagsins, Benedikt K. Kristjánsson greiddar 5,4 milljónir króna í laun frá félaginu (450 þúsund á mánuði) en aðrir stjórnarmenn 2,2 milljónir króna (183 þúsund krónur á mánuði). Laun forstjóra Helga S. Gunnarssonar, námu 31,4 milljónum króna á síðsta ári, sem svarar til rúmlega 2,6 milljóna króna á mánuði. Árið 2013 námu laun Helga 23,1 milljón króna, eða rúmlega 8,3 milljónum króna lægri fjárhæð.

Jafnframt var samþykkt að ekki verði greiddur út arður til hluthafa fyrir síðasta ár.Hagnaður fyrirtækisins eftir skatt nam 2.229 milljónum króna á síðasta ári.

Hér er hægt að lesa um frambjóðendur til stjórnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK