Friðrik Dór opnar frönskustað

Tónlistarmennirnir Friðrik Dór og Ólafur Arnalds ætla að hasla sér völl á skyndibitamarkaðnum og opna veitingastað sem selur einungis heimagerðar franskar kartöflur. 

Arnar Dan og Hermann Óli, vinir þeirra, standa þá einnig að staðnum sem verður opnaður á næstunni. Hann mun heita Reykjavík Chips og verður á Vitastíg 10. 

Nútíminn greinir frá þessu.

Í samtali við Nútímann segir Friðrik Dór að maturinn verði borinn fram að belgískum sið í keiluformi úr pappa, þar sem sósan er sett ofan á franskarnar og allt svo borðað með gafli.

Hugmyndin er komin frá Belgíu þar sem staðir sem þessi eru á hverju horni. Friðrik Dór segir Arnar hafa borið hugmyndina upp þegar hann var nýkominn heim frá Mílanó þar sem hann hafði búið um tíma. Þá hafi þeir nefnt þetta við Ólaf Arnalds, sem er grænmetisæta og mikill áhugamaður um franskar kartöflur. Sjálfur hafði hann gengið um með sömu hugmynd í maganum og slóst því í hópinn.

„Ég elska skyndibita og mig hefur lengi langað að opna einhvern skemmtilegan og ferskan skyndibitastað. Ég heimsótti líka Belgíu sumarið 2013 og féll þá fyrir þessum þjóðarrétti Belga,“ segir Friðrik.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK