Landsvirkjun greiðir 1,5 milljarða í arð

Tillaga fjármála- og efnahagsráðherra um kjör aðalmanna og varamanna í …
Tillaga fjármála- og efnahagsráðherra um kjör aðalmanna og varamanna í stjórn Landsvirkjunar var samþykkt á aðalfundinum í dag. mbl.is/Golli

Aðalfundur Landsvirkjunar fór fram í dag og var þar samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2014. 

Tillögur fjármála- og efnahagsráðherra um kjör aðalmanna og varamanna í stjórn Landsvirkjunar var samþykkt. Aðalmenn voru endurkjörin Jónas Þór Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastýra Samfylkingarinnar og Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfundinn var Jónas Þór endurkjörinn stjórnarformaður.  

Varamenn voru endurkjörnir en það er þau Páley Borgþórsdóttir, Teitur Björn Einarsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Skúli Helgason og Steinþór Heiðarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK