Mun fleiri einstaklingar í gjaldþrot

Seðlabankinn telur að margir hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum þar sem …
Seðlabankinn telur að margir hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum þar sem þeir töldu að tveggja ára fyrningarfrestur yrði afturkallaður. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Mikil fjölgun var meðal einstaklinga sem úrskurðaðir voru gjaldþrota á árinu 2014 en alls voru 540 einstaklingar skráðir gjaldþrota í samanburði við 369 einstaklinga árið 2013.

Skýringin á þessari aukningu gjaldþrota einstaklinga er samkvæmt heimildum Seðlabankans sú að margir einstaklingar væntu þess að tveggja ára fyrningarfrestur krafna í gjaldþroti, sem lögfestur var í desember 2010, yrði afturkallaður fyrir árslok 2014. Í lagabreytingunni 2010 sagði að endurskoða ætti ákvæðið eftir 4 ár, þ.e. í desember 2014.

Margir einstaklingar óskuðu því eftir gjaldþrotaskiptum á haustmánuðum 2014 en fyrningarfresturinn hefur hins vegar ekki verið afturkallaður. Ólíklegt er talið að gjaldþrot verði eins mörg í ár og fækkaði þeim t.d. töluvert fyrstu tvo mánuði þessa árs í samanburði við síðustu mánuði ársins 2014.

Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika, sem kom út í dag. Þar segir að hagur heimila hafi vænkast umtalsvert á síðasta ári. 

600 á vanskilaskrá í hverjum mánuði

Þróun á fjölda einstaklinga á vanskilaskrá hefur verið önnur en þróun vanskila. Á meðan vanskil heimila við stóru viðskiptabankana og ÍLS lækkuðu úr 20% í 12% frá árslokum 2010 til júní 2013, fjölgaði einstaklingum á vanskilaskrá um 5.000. 

„Miðað við stöðu heimila nú og þá þróun sem hefur orðið á henni síðustu ár mætti ætla að fækkun einstaklinga á vanskilaskrá hefði átt að vera meiri og sérstaklega í fjölda þeirra sem eru að koma nýir inn á skrána,“ segir í Fjármálastöðugleika.

Miðað við 6 mánaða meðaltal eru ennþá um 600 einstaklingar að koma nýir inn á vanskilskrá í hverjum mánuði sem er tæplega sá fjöldi sem kom mánaðarlega nýr inn í lok árs 2010. Ekki liggja fyrir skýringar á þessari stöðu.

Í lok febrúar síðastliðins var fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá 26.675.

Morgunblaðið/Ernir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK