Riftu 161 milljóna greiðslu Byrs

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að rifta tveimur greiðslum frá Byr sparisjóði til Íslandsbanka að fjárhæð um 161 milljón króna. Íslandsbanka var þá gert að endurgreiða Byr sömu upphæð.

Málið varðar tvö skuldabréf sem Byr sparisjóður greiddi annars vegar upp þann 23. febrúar 2009 og hins vegar þann 10. mars 2009. Gjalddagi skuldabréfanna var hins vegar ákveðinn 25. maí 2013 og engin uppgreiðsluheimild var á bréfunum.

Umrædd skuldabréf gengu kaupum og sölum á árunum 1998 til 2009 á skipulögðum verðbréfamarkaði Kauphallar en Byr sparisjóður var tekinn til slita hinn 2. júlí 2010 með frestdegi 16. júní 2009.

Komu sér fram fyrir aðra kröfuhafa

Í dóminum kemur fram að telja megi ljóst að eignir Byrs sparisjóðs muni ekki nægja til að efna skuldbindingar hans að fullu og því sé honum heimilt að krefjast riftunar á umræddum ráðstöfunum eftir sömu reglum og gilda um riftun við gjaldþrotaskipti.

Líkt og að framan segir höfðu bréfin ekki að geyma uppgreiðsluheimild sem veitti Byr sparisjóði kost á að greiða skuldir samkvæmt þeim fyrir gjalddaga, en eigi að síður voru þau innleyst rétt um hálfu ári eftir fall þriggja stærstu viðskiptabanka landsins og skömmu áður en Byr sparisjóður var tekin til slita.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að þesar greiðslur hafi miðað að því að eigandi bréfanna fengi þau að fullu greidd, sem væri umfram það sem aðrir lánardrottnar Byrs sparisjóðs geta búist við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK