Töpuðu 1.175 milljörðum

AFP

Stærsta smásölukeðja Bretlands, Tesco, tapaði 5,74 milljörðum punda, 1.175 milljörðum króna, á síðasta rekstrarári. Rekstrarárið á undan nam hagnaður Tesco 974 milljónum punda.

Í fréttatilkynningu frá Tesco segir forstjóri fyrirtækisins, Dave Lewis, að árið hafi reynt fyrirtækinu erfitt. Tesco afskrifaði 7 milljarða punda í ársuppgjörinu, aðallega vegna virðislækkunar eigna. 

Ef ekki er tekið tillit til afskrifta og annarra liða í uppgjörinu sem eru óvenjulegir, þá nam hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta 961 milljón punda sem er 68% lækkun milli rekstrarára. 

Lewis, sem tók við starfi forstjóra í september, segir að markaðsumhverfið sé erfitt í verslunarrekstri en skömmu eftir að hann tók við sem forstjóri tilkynnti Tesco um að fyrirtækið hefði ofreiknað hagnað félagsins um 263 milljónir punda. 

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar nú bókhald Tesco sem er þriðja stærsta matvörukeðja heims á eftir Walmart og Carrefour.

Líkir Tesco við kakkalakka

10 þúsund störf í hættu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK