340 milljarða sekt fyrir vaxtasvindl

Deutsche Bank.
Deutsche Bank. AFP

Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, hefur gert sátt við bandaríska dómsmálaráðuneytið um greiðslu sektar upp á 2,5 milljarða dala, andvirði um 340 milljarða króna, fyrir Libor-vaxtasvindl, þ.e að hafa skekkt alþjóðlegu viðmiðunar-vaxta­pró­sent­una sem notuð er á milli­banka­markaði í London.

Hún er notuð um all­an heim við gerð fjöl­margra viðskipta­samn­inga, en velta þeirra nem­ur mörg­um bill­jón­um króna. 

Upphæð sektarinnar er sú hæsta sinnar tegundar í sögunni, en aldrei fyrr hefur banki eða fjármálafyrirtæki fengið hærri sekt fyrir vaxtasvind af þessu tagi. Eftirlitsstofnanir segja upphæðina endurspegla þá staðreynd að Deutsche Bank afvegaleiddu yfirvöld þegar málið var rannsakað og eyddu hundruðum upptaka og símtala sem nota átti sem sönnunargögn.

Á síðasta ári höfðaði Trygg­inga­sjóður inni­stæðueig­enda í Banda­ríkj­un­um, FDIC, mál á hend­ur 16 bönk­um fyrir Libor-vaxtasvindl. Þar á meðal var Deutsche Bank, og voru bankarnir sakaðir um að hafa átt í samráði um svindlið sem stóð yfir frá því í ágúst 2007 fram undir mitt ár 2011 hið minnsta. Leiddi þetta til gríðarlegs taps hjá 38 banda­rísk­um bönk­um sem var lokað í kjöl­far og eft­ir efna­hags­hrunið árið 2008. 

Aðrir bankar sem sjóðurinn höfðaði mál gegn eru Barclays, HSBC, Citigroup, Royal Bank of Scot­land, Bank of America, JP­Morg­an Chase, Lloyds Bank, Cred­it Suis­se, UBS og Ra­bobank.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK