Íbúð á 1,3 milljarða í Stokkhólmi

Linnégatan í Östermalm hverfinu í Stokkhólmi
Linnégatan í Östermalm hverfinu í Stokkhólmi Wikipedia

Ef þú átt sand af seðlum og vilt búa í Stokkhólmi þá gæti þetta verið íbúðin fyrir þig. Hún kostar 83 milljónir sænskra króna sem gerir rúmlega 1,3 milljarða íslenskra króna.

Um er að ræða þakíbúð á tveimur hæðum við Linnégatan í Östermalm hverfinu eftirsótta. Ásett verð er eins og áður sagði 83 milljónir sænskra króna og er talið að það sé hæsta verð sem sett hafi verið á íbúð á almennum fasteignamarkaði í Svíþjóð. Tekið skal fram að ekki er byrjað að byggja íbúðina.

Íbúðin er 491 fermetri að stærð og svalirnar eru ekki af lakara taginu, 245 fermetrar að stærð. Að sjálfsögðu verður lyfta á milli hæða.

Fasteignasalinn Siv Kraft, segir í samtali við The Local að ekki sé til opinber skráning á fasteignaverði í Svíþjóð en hún hafi aldrei heyrt um jafn hátt verð og sett er að þessa íbúð. En bendir á að það séu ekki margar íbúðir í borginni svo stórar.

Byggingarframkvæmir hefjast í næsta mánuði og mun kaupandinn hafa mikil áhrif á hönnun íbúðarinnar.

Kraft segir að margar af dýrustu íbúðirnar í Stokkhólmi séu keyptar af Svíum sem eru að flytja heim á ný eftir að hafa búið og starfað í útlöndum. Þeir séu margir vanir miklum munaði og geri sömu kröfur á fasteignir í heimalandinu. Má þar nefna sér baðherbergi fyrir hvert svefnherbergi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK