Mesti hagnaður frá upphafi

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Búast má við að afkoma Landsvirkjunar muni batna frekar á komandi árum. Þá opnast möguleikar á frekari arðgreiðslum til eiganda Landsvirkjunar, sem er íslenska þjóðin.

Þetta kom fram í ávarpi Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í ársskýrslu fyrirtækisins. Líkt og mbl hefur áður greint frá var samþykkt á aðaldundi að greiða 1,5 milljarða í arð feyrir árið 2014.

Hörður bendir á að rekstur Landsvirkjunar hafi gengið vel á árinu og að hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hafi verið nítján milljarðar króna en hann hefur ekki verið hærri í fimmtíu ára sögu fyrirtækisins. Á síðustu fimm árum hefur fyrirtækið þá lækkað skuldir um áttatíu milljarða króna.

Eftirspurnin meiri en framboðið

Horfurnar eru góðar og með lækkandi skuldsetningu og hækkandi raforkuveri má búast við því i að afkoman batni enn frekar. Staða orkumála í heiminum hefur þá skapað Landsvirkjun skýrt samkeppnisforskot. Eftirspurn eftir orku á Íslandi er orðin meiri en framboð og viðskiptamannahópurinn er orðinn fjölbreyttur. „Hækkandi raforkuverð og endurnýjanleg orka skapar ný tækifæri og áskorun fyrir fyrirtækið,“ segir Hörður.

Til að mæta aukinni eftirpsurn er Landsvirkjun að skoða fjölbreytta virkjunarkosti til þess að auka orkuvinnslugetu fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að Þeistareykjavirkjun verði næsta virkjun en áætlað er að byggja svæðið upp í þrepum og verður fyrsti áfanginn 45 megavött

„Til framtíðar ltiið erum við að skoða ýmsar leiðir til þess að auka hagkvæmni í orkuvinnslukerfinu okkar. Áhugavert verkefni sem gerir okkur kleift að nýta mun betur núverandi orkukerfi er að tengja íslenska raforkukerfið með sæstreng til Bretalands. Með því myndum við ná að fullnýta þá umframorku sem er óhjákvæmileg í lokuðum orkukerfum en einnig auka verulega arðsemi íslenska raforkukerfisins,“ segir Hörður.

Þeistareykjavirkjunar er næst á dagskrá.
Þeistareykjavirkjunar er næst á dagskrá. Tölvumynd/Landsvirkjun
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK