Sólfar lýkur hlutafjáraukningu

Sólfar einbeitir sér alfarið að þróun og útgáfu leikja og …
Sólfar einbeitir sér alfarið að þróun og útgáfu leikja og upplifana fyrir sýndarveruleikabúnað á borð við Oculus Rift frá Facebook og Project Morpheus frá Sony.

Sprotafyrirtækið Sólfar lauk í dag hlutafjáraukningu með aðkomu breiðs hóps erlendra og innnlendra fjárfesta. Sólfar þróar leiki fyrir sýndarveruleika og er stofnað af þremur fyrrum stjórnendum CCP.

Fjárfestingafélagið Investa, sem fjárfestir í íslenskum sprotafyrirtækjum, leggur til hlutafé ásamt fagfjárfestinum Vilhjálmi Þorsteinssyni en hann og Hilmar Gunnarsson frá Investa hafa tekið sæti í stjórn Sólfars.

Í tilkynningu segir að það sæti jafnframt tíðindum að um helmingur hlutafjáraukningar Sólfars komi frá erlendum fjárfestum í Finnlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þeirra á meðal er finnski sprotasjóðurinn Sisu Game Ventures, fagfjárfestirinn Ville Miettenen sem hefur komið að stofnun fjölmargra hugbúnaðarfyrirtækja í Finnlandi og Isaac Kato, meðstofnandi og fjármálastjóri Verne Global.

Það er eintaklega ánægjulegt að fá svo breiðan hóp fjárfesta að félaginu hér á landi og ekki síður erlendis,“ er haft eftir Kjartani Pierre Emilssyni, framkvæmdastjóra Sólfars, í tilkynningu. „Aðkoma nýrra hluthafa sem sérhæfa sig í stuðningi við sprotafyrirtæki á borð við okkar mun reynast Sólfari vel, bæði hvað varðar tengslanet þeirra þegar kemur að vöruþróun og markaðssetningu sem og frekari fjármögnun félagsins á komandi misserum.”

Vaxtabroddur tölvuleikjageirans

Stofnendur Sólfars eru Reynir Harðarson, Kjartan Pierre Emilsson og Þorsteinn Högni Gunnarsson en þeir hafa allir unnið í tölvuleikja og hugbúnaðargeiranum í liðlega 20 ár, nú síðast hjá CCP þar sem þeir voru í stjórendahóp til margra ára og í tilfelli Reynis meðstofnandi þess félags.

Sólfar einbeitir sér alfarið að þróun og útgáfu leikja og upplifana fyrir sýndarveruleikabúnað á borð við Oculus Rift frá Facebook og Project Morpheus frá Sony, en þessi tól eru væntanleg á markað á komandi ári. Félagið stefnir að markaðssetningu sinna fyrstu verkefna samhliða útgáfu þessa búnaðar, en sýndarveruleiki eða “virtual reality” er markaður sem margir horfa til sem stærsta vaxtarbrodds tölvuleikjageirans næstu árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK