Fjársvik kosta 3.500 milljarða dollara

Áætlaður kostnaður vegna fjársvika í heiminum er rúmlega 3.500 milljarðar …
Áætlaður kostnaður vegna fjársvika í heiminum er rúmlega 3.500 milljarðar dollara á ári Friðrik Tryggvason

Áætlaður kostnaður vegna fjársvika í heiminum er rúmlega 3.500 milljarðar dollara á ári og er hann talin vera að meðaltali 5% af heildartekjum fyrirtækja og stofnana. Sérfræðingur hjá Nýherja segir að fjársvik og tölvuglæpir geti átt sér stað á nánast öllum sviðum viðskipta og þjónustu. 

Á þriðjudag munu nokkrir af helstu sérfræðingum í heimi fjársvika og tölvuglæpa veita innsýn í heildstæðar lausnir gegn fjársvikum og tölvuglæpum á morgunverðarfundi hjá Nýherja, en fundurinn er í samvinnu við IBM og FraudID í Danmörku.

Guðjón Ágústsson sérfræðingur í hugbúnaðarlausnum hjá Nýherja segir í bloggi sínu á vef Nýherja að samkvæmt greiningafyrirtækjum hafi fjársvik og misferli ýmiskonar færst í aukana og séu vaxandi vandamál í daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana.

Flestir svikarar á aldrinum 32 til 45 ára

„Fjársvik eru það margvísleg, margbrotin og háþróuð að þau eru erfið viðureignar fyrir þá sem reyna að takmarka eða koma í veg fyrir tjón vegna þeirra. Heildstæðar fjársvikalausnir geta þar af leiðandi hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að komast fljótar að svikum, komið í veg fyrir fjárhagslegt tjón og þannig takmarkað hnekki á orðspori. Með greiningu á gögnum úr mismunandi tækjum og kerfum er hægt að finna grunsamleg atvik sem eiga sér stað í ýmsum þáttum viðskipta og þjónustu,“ segir Guðjón

Í blogginu kemur jafnframt fram að  um 7% fjársvika á vinnustöðum séu framkvæmd af körlum. Þá valda eldri starfsmenn meira tjóni en yngri starfsmenn og flestir svikarar eru á aldursbilinu 32 til 45 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK