Allt að 25% varanleg verðlækkun í Zöru

Zara rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind.
Zara rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind. Mynd/Zara

Zara á Íslandi og Inditex eignandi Zara, hafa náð samningum sem fela í sér að allar vörur í verslunum Zöru hér á landi lækka umtalsvert og er lækkunin varanleg.

Í tilkynningu segir að Zara hafi með þessu tekið frumkvæði í því að færa íslenskum neytendum umtalsverða kjarabót.

„Við höfum horft á þá þróun að meirihluti fatakaupa Íslendinga fer nú fram erlendis og við vildum geta sýnt fram á að svo þarf ekki að vera. Við fórum því í viðræður við Inditex, eiganda Zöru, og niðurstaðan er sú að 11% til 25% verðlækkun er komin til að vera,“ er haft eftir Ingibjörgu Sverrisdóttir, rekstrarstjóra Zöru á Íslandi, í tilkynningu.

Með þessari verðlækkun hefur verð á fatnaði færst mun nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar að því er segir í tilkynningu en meðaltalslækkunin nemur 14%. Verðlækkunin hefur þegar tekið gildi.

„Þrátt fyrir nánast óbreytt rekstrarumhverfi hvað varðar álögur, skatta og gjöld ríkisins, lækkar verðið og það er hrein kjarabót fyrir Íslendinga. Vöruúrvalið hefur sjaldan verið meira og við teljum mikilvægt að stíga þetta þetta skref til að hvetja til þess að efla verslun hérlendis,“ er haft eftir Ingibjörgu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK