Fjárfestar sækja í verðtrygginguna

Umframeftirspurn er eftir verðtryggðum bréfum.
Umframeftirspurn er eftir verðtryggðum bréfum. mbl.is/Golli

Það sem af er ári hafa óverðtryggð skuldabréf skilað neikvæðri ávöxtun upp á 2,2%, á meðan verðtryggð skuldabréf hafa skilað 6,4% jákvæðri ávöxtun.

Í markaðspunktum Arion banka er bent á að verðlagning á skuldabréfum á markaði endurspegli vaxandi áhyggjur fjárfesta af verðbólgu, sem gæti orðið afleiðing þess ef launahækkanir verða umfram það svigrúm sem hagkerfið leyfir og að launakostnaði yrði þrýst út í verðlag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Síðustu tvö ár hafa óverðtryggð skuldabréf skilað ávöxtun umfram verðtryggð skuldabréf, sem einkum má rekja til samfelldrar lækkunar verðbólgu undanfarin misseri í kjölfar hóflegra kjarasamninga og lækkunar á verðlagi erlendis. Þá lækkaði Seðlabankinn stýrivexti um samtals 75 punkta í lok síðasta árs sem hafði í för með sér hækkun á verði skuldabréfa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK