Gátu ekki millifært til Íslands

Commerzbank
Commerzbank AFP

Kunnugleg en óskemmtileg skilaboð blöstu við viðskiptavini þýska bankans Commerzbank þegar hann ætlaði að millifæra pening á íslenskan reikning. Hann var beðinn um að millifæra frekar á reikning utan landsins vegna bankakreppunnar. Seðlabankinn segir að um misskilning hafi verið að ræða.

Skilaboð sem þessi voru algeng rétt eftir hrun þegar sumar fjármálastofnanir lokuðu fyrir millifærslur á peningum til og frá íslenskum bönkum. Fólkið var að millifæra af þýskum fyrirtækjareikning í Kassel í Þýskalandi yfir á íslenskan reikning þegar atvikið kom upp. Eftir að færslan hafði gengið í gegn var hún bakfærð með þessum skilaboðum.

„Þetta er gert til þess að vernda viðskiptavini okkar þar sem óvíst er hvort viðkomandi fái peninginn,“ segir í skilaboðunum.

Þau gátu að lokum ekki millifært og þurftu að nota annan reikning. Þrátt fyrir að hafa gert sér ferð í útibúið og kvartað. Ekkert var hægt að gera í málinu.

Ekki komið upp síðan skömmu eftir hrun

Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands, segir starfsfólk Seðlabankans hafa kannað málið eftir ábendinguna. „Þarna er greinilega um misskilning tiltekins starfsmanns hjá þessum banka í Þýskalandi að ræða,“ segir hann. 

„Við höfum rætt við okkar tengiliði og farið með þeim í gegnum þetta. Viðskipti af því tagi sem lýst er eiga að geta gengið greiðlega fyrir sig, enda hefur svona tilvik ekki komið upp síðan mál löguðust mjög fljótlega eftir hrun gömlu bankanna,“ segir Stefán.

Ekki var hægt að millifæra á íslenskan reikning.
Ekki var hægt að millifæra á íslenskan reikning. Skjáskot úr heimabanka Commerzbank
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK