Hluthafar Apple fá meira í vasann

Apple hefur aldrei gengið betur.
Apple hefur aldrei gengið betur. AFP

Hagnaður Apple á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 13,6 milljörðum dollara og jókst um 33% milli ára. Um 61,1 milljón eintaka af iPhone símanum seldust á fyrsta ársfjórðungi.

Í uppgjöri Apple kemur fram að sölutekjur fyrirtækisins jukust um 27 prósent og námu um 58 milljörðum dollara.

Í fyrsta skipti seldi Apple meira í Kína en í Bandaríkjunum. Sala í Kína jókst þá um 71 prósent og nam alls um 16,8 milljörðum dollara. 

Hluthafar Apple munu njóta góðs af velgengninni þar sem Apple hyggst auka við endurkaupaáætlun fyrirtækisins og greiða hluthöfum alls 200 milljarða dollara í stað 130 milljarða, líkt og áður hafði verið gert ráð fyrir.

Þrátt fyrir að iPhone símarnir rjúki út hefur sala á iPad spjaldtölvum hins vegar dregist saman um 23 prósent frá fyrra ári. Á fyrstu þremur mánuðum ársins seldust um 12,6 milljónir iPad spjaldtölva.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK