Kostirnir við að vinna hjá Google

AFP

Margs konar fríðindi fylgja því að vinna hjá Google. Það sem starfsmenn sjá mest eftir er fimm þúsund dollara bílastyrkur sem bauðst öllum sem keyptu sér rafmagnsbíl.

Hætt var að veita styrkinn fyrir nokkrum árum þegar rafmagnsbílar urðu ódýrari í verði og fleiri áttu kost á því að kaupa sér þá. Styrkirnir höfðu einungis verið í boði í þrjú ár en starfsmannastjóri Google segir í samtali við CNN að starfsfólkið hafi orðið virkilega fúlt. „Þau voru orðin vön þessu,“ segir Laszlo Bock og bætir við að fjölmargir hafi þó nýtt sér styrkinn rétt áður en hætt var að veita hann.

Samkvæmt Bock eru þó enn nokkrir mjög góðir kostir við starfið.

1. Frír matur. Google var eitt fyrsta fyrirtækið í Sílikondal til þess að bjóða upp á fríar máltíðir en margir fylgdu hins vegar í þeirra fótspor. Bock segir matinn vera gómsætan og hollan til þess að halda starfsfólkinu við góða heilsu.

2. Skutl í vinnuna. Bock segir að um 20 til 40 þúsund færri bílar séu daglega á götum borgarinnar vegna þjónustunnar.

3. Google gleraugu. Um þrjú þúsund starfsmenn skiptust á upplýsingum í gegnum gleraugun á síðasta ári.

4. Google Talks. Google fær eftirsóknarverða fyrirlesara til þess að vera með erindi fyrir starfsfólk en meðal þeirra sem hafa komið í heimsókn eru Lady Gaga, Barack Obama og Steven Colbert.

Þar að auki nefnir Bock að starfsfólkið sé vel tryggt. Ef starfsmenn falla frá á eftirlifandi maki rétt á helmingi launanna í tíu ár og börnin fá eitt þúsund dollara á mánuði. 

Frétt CNN Money.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK