Launahækkunum velt út í verðlag

Forsvarsmenn fyrirtækja munu skera niður launakostnað með fækkun starfsfólks eða …
Forsvarsmenn fyrirtækja munu skera niður launakostnað með fækkun starfsfólks eða velta kostnaði út í verðlag. Morgunblaðið/Skapti Hallgríms

Hálaunahópa vantar enn upp á að ná þeim kaupmætti sem það hafði þegar hann var mestur fyrir hrun. Kaupmáttur lægra launaðra hópa hefur hins vegar aukist á sama tíma. 

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem bent er á að kaupmáttur stjórnenda hefði í lok ársins verið tæpum 10% lægri en hann var mestur fyrir hrun. Kaupmáttur sölu- og afgreiðslufólks er hins vegar 5,3% hærri.

Í Hagsjánni er jafnframt varað við tuga prósenta launahækkunum sem ýmis stéttarfélög hafa farið fram á. Þar segir að það muni mjög líklega ekki þjóna hagsmunum launafólks til lengri tíma.

Kaupmáttur muni tímabundið hækka en þegar seilst er til þess að hækka launin umfram framleiði mun verðbólgan éta launahækkanir upp og jafnvel gott betur.

Launamenn sitja uppi með lægri kaupmátt þar sem forsvarsmönnum fyrirtækja verður í flestum tilvikum nauðugur einn kostur að velta launahækkunum út í verðlagið eða skera niður launakostnað með fækkun starfsfólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK