Tíu handteknir fyrir fjársvik á netinu

AFP

Efnahagsbrotadeild ítölsku lögreglunnar (Guardia di Finanza), með aðstoð frá Europol, handtók í dag tíu úr sama glæpahringnum. Flestir þeirra eru frá Nígeríu en mennirnir eru grunaðir um peningaþvætti og fjársvik á netinu, alls rúmlega 2,5 milljón evra, sem svarar til 368 milljón króna.

Yfir 130 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í morgun en ítalska lögreglan naut aðstoðar frá efnahagsbrotadeild Europol og bandarísku alríkislögreglunnar (FBI). Leitað var á 32 stöðum og eins og áður sagði tíu handteknir.

Talið er að hundruð einstaklinga og tugi fyrirtækja í Evrópu og víðar séu fórnarlömb fjársvikaranna en um var að ræða fjársvik á netinu. 

Nánari útlistun á aðferðum glæpamannanna

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK