Varar við arðgreiðslum

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands varar seðlabankastjóri við því að varhugavert sé að veikja viðnámsþrótt viðskiptabankanna um of með verulegum arðgreiðslum við núverandi aðstæður.

Í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að afar mikilvægt sé að íslensku bankarnir viðhaldi viðnámsþrótti sínum á meðan losað verði um fjármagnshöft en almenn skilyrði til losunar haftanna eru metin góð.

Tekið er fram í skýrslunni að fjármagnshöftin hafi stutt við innlendan efnahagsbata og endurskipulagningu innlendra efnahagsreikninga, veitt skjól til endurfjármögnunar fjármálakerfisins og svigrúm til að endurskipuleggja fjármál hins opinbera en eftir því sem árangur hefur náðst á þessum sviðum dragi úr nauðsyn haftanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK