Guðmundur er mennsk leitarvél

Guðmundur svarar m.a. spurningum á Twitter.
Guðmundur svarar m.a. spurningum á Twitter. Ernir Eyjólfsson

Guðmundar og Guðmundur Íslands eru nýja leitarvélin. Eða svona næstum því. Íslandsstofa hefur valið sjö einstaklinga sem bera þessi nöfn til þess að starfa sem fyrsta mennska leitarvélin.

Leitarvélin kallast Ask Gudmundur og mun taka við spurningum ferðamanna á Íslandi. Guðmundar og Guðmundur munu svara öllu á milli himins og jarðar í gegnum samfélagsmiðla verkefnisins; Youtube, Twitter og Facebok.

Fólkið sem situr fyrir svörum veit eðlilega ekki allt og mun því þurfa að leita svara víðar, t.d. hjá vinum og ættingjum. Það má því búast við því að spyrjendur fái óvenjuleg svör og læri eitthvað alveg nýtt um Ísland í leiðinni með því að fá upplýsingar sem vélræn leitarvél getu ekki boðið upp á.

Guðmundur frá Norðurlandi byrjar

Það eru yfir 4000 einstaklingar á Íslandi sem bera nöfnin Guðmundur eða Guðmunda en skíða- og golfáhugamaðurinn Guðmundur Karl Jónsson sem er fulltrúi Norðurlands ríður á vaðið.

Guðmundur frá Norðurlandi segir að Íslendingar feti oft ótroðnar slóðir og það sé tilfellið nú. „Við gerum hluti öðruvísi og þegar ég heyrði af því að Ísland – allt árið væri að vinna að þessari herferð langaði mig til að vera með. Þar sem að ég er nú einu sinni mennskur get ég ekki svarað öllum mögulegum spurningum. Maður verður líka að velta sumu nokkuð vel fyrir sér áður en maður svarar en ef ég get ekki svarað þá leitar maður til fjölskyldu og vina. Það verður rosalega gaman að sjá að hverju fólk mun spyrja,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningu.

Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á landi og þjóð, fræða og hvetja ferðamenn til þess að heimsækja fleiri landshluta að vori, hausti og vetri og skapa tækifæri til frekari umfjöllunar um Ísland. Eins og áður er Ísland kynnt undir merkjum Inspired by Iceland.

Er Guðmundur með svarið?
Er Guðmundur með svarið? Mynd/Íslandsstofa
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK